Með því að vera í þjónustu Górillu Vöruhúss getur þú verið viss um að fá bestu sendingarleiðir sem í boði eru á Íslandi - og fá þær á lægra verði. Við dreifum sendingum sjálf auk þess að vinna náið með Dropp og Flytjanda, sem eru aðilar sem við teljum vera fremsta í dreifingu á Íslandi, hvor á sínu sviði.
Við erum stolt að bjóða samdægurs afgreiðslu & afhendingu til 85% landsmanna og 1-2 daga afhendingu um allt land!
Hér að neðan er upptalning á dreifingarleiðum, en gjaldskrá færðu senda í tölvupósti.
PS. Fyrir vefverslanir: þú getur boðið þínum viðskiptavinum allar mögulegar sendingarleiðir - eða aðeins valið þær sem henta best fyrir þig til þess að birta í vefverslun.
Afgreiðslutími / deadline
Deadline á samdægurs afgreiðslu pantana er kl. 13.00, virka daga.
Pantanir sem berast fyrir kl. 13.00 eru afgreiddar og sendar í dreifingu samdægurs. Allir viðskiptavinir á höfuðborgarsvæði og suðvesturhorni Íslands ættu því að fá sínar pantanir í hendurnar samdægurs ef þeir panta fyrir kl.13. Viðskiptavinir staddir á víð og dreif um landið geta átt von á sinni pöntun næsta virka dag.
Pantanir sem berast eftir kl. 13 eru sóttar af dreifingaraðila næsta virka dag og fara þá í afhendingarferli.
Upptalning á afhendingarleiðum:
1. Dropp afhendingarstaðir
- "Verslaðu á netinu og sæktu þar sem þér hentar" - Dropp
- Mest spennandi afhendingarleiðin fyrir netverslanir á Íslandi og lang-vinsælast hjá viðskiptavinum netverslana í okkar þjónustu. Fljótlegasti, einfaldasti og ódýrasti valmöguleikinn
- Í krafti fjöldans bjóðum við einstök verð í alla þjónustu Dropp
- 24 afhendingarstaðir á höfuðborgarsvæðinu, 5 á suðvesturhorni og 17 á landsbyggðinni
- Samdægurs afhending á höfuðborgarsvæði og suðvesturhorni
- Fullkomið tracking, langir opnunartímar og auðvelt að sækja
Sjá lista með öllum afhendingarstöðum Dropp hér.
Hvað ef viðskiptavinur sækir ekki pöntunina sína?
Auk þess að hafa tracking á pöntun þegar hún er á leið frá vöruhúsi og á valinn afhendingarstað, þá fá viðtakendur SMS og tölvupóst daglega með áminningu um að sækja pöntunina sína.
Flestir sækja pantanir á Dropp afhendingarstað á 1-2 dögum. Ef pantanir eru ósóttar á afhendingarstað í 3-4 vikur og ekki næst í viðtakanda eru pantanir sendar til baka í Górillu Vöruhús.
2. Samdægurs heimsending á höfuðborgarsvæði og suðvesturhorni
- Í samvinnu við Dropp afgreiðum við og sendum pantanir heim að dyrum samdægurs á stórhöfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins
- Afhendingartími fyrir heimsendingar er milli kl. 17-22
- Tracking: viðskiptavinir fá tilkynningu frá Górillu Vöruhúsi þegar pöntun er afgreidd. Dropp sendir svo SMS þegar pöntun er skönnuð upp í bíl um miðjan dag og aftur þegar bílstjóri er á leið með pöntun til viðskiptavinar
Hvað ef viðskiptavinur er ekki heima?
Ef viðskiptavinur er ekki heima þegar bílstjóri reynir að afhenda pöntun eða ekki næst að afhenda af öðrum ástæðum þá fer pöntun á næsta afhendingarstað Dropp. Viðskiptavinur fær SMS með um að ekki hafi tekist að afhenda pöntun ásamt upplýsingum um það hvar hann getur nálgast pöntunina sína.
3. Express sendingar á landsbyggðina
- "Express "one-day-shipping" með Eimskip Flytjanda". Afgreitt og sent á landsbyggðina samdægurs, hægt að sækja næsta morgun
- 77 afhendingarstaðir um allt land, aldrei langt frá viðskiptavinum
- Flytjandi sendir SMS þegar pöntun er komin á afhendingarstað og hægt að sækja
Ath. Við sendum ekki heim að dyrum á landsbyggðinni utan suðvesturhorns. Við náum að bjóða þessa eldfljótu sendingarleið með því dreifa pöntunum á Flytjandastöðvar sem eru næst hverjum viðtakanda. Viðskiptavinir geta óskað eftir heimsendingu hjá Flytjanda gegn gjaldi.
Nánari upplýsingar um alla afhendingarstaði Flytjanda hér.
4. Dagdreifing á höfuðborgarsvæðinu
- Górillan keyrir sjálf pantanir sem á að senda með dagdreifingu í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
- Samdægurs afhendingar og lægra verð
- Smærri-sendingar, bretta-sendingar og allt þar á milli
- Þetta eru 99% heildsölupantanir / B2B í verslanir, stórmarkaði etc.
5. Að sækja pantanir í Górillu Vöruhús
- Í September 2021 lokuðum við fyrir að viðskiptavinir netverslana geti sótt pantanir sínar í afgreiðslu Górillu Vöruhúss. Nánar hér.
- Hins vegar er í boði fyrir viðskiptavini að sækja B2B pantanir í afgreiðslu
- sömuleiðis getur forsvarsfólk fyrirtækja í okkar þjónustu alltaf pantað út vörur og sótt beint til okkar
- Í báðum tilfellum sendist út tölvupóstur þegar pöntun er afgreidd og í kjölfarið er hægt að nálgast vörurnar
- Opnunartími afgreiðslu er frá 08.00-11.00 og frá 12.00-16.00
-
Ef þú fannst ekki svar við spurningunni þinni, ekki hika við að senda okkur línu á netspjallinu eða á pantanir@gorillavoruhus.is.